Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 356. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 945  —  356. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn).

(Eftir 2. umr., 16. apríl.)



I. KAFLI


Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Stjórnin skal gæta þess að hlutaskráin geymi réttar upplýsingar á hverjum tíma.
     b.      Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
                  Í hlutaskrána skulu færðar upplýsingar um atkvæðisrétt hluthafa og skal þar jafnframt geta allra þeirra samstæðutengsla sem hlutafélagið er í.

2. gr.

    Við 1. mgr. 63. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Einnig skal gætt að kynjahlutföllum í stjórnum annarra hlutafélaga. Í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn. Í hlutafélögum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal jafnframt sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins.

3. gr.

    Við 1. mgr. 65. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Gætt skal að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og skulu hlutafélagaskrá gefnar upplýsingar í tilkynningum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.

4. gr.

    Við 1. mgr. 70. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Formaður félagsstjórnar skal ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns, að undanskildum einstökum verkefnum sem félagsstjórnin felur honum að vinna fyrir sig.

5. gr.

    Á eftir 3. mgr. 84. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
    Félagsstjórn skal gera stutta samantekt og leggja fyrir aðalfund um hlutafjáreign einstakra hluthafa og rétt þeirra til að greiða atkvæði, svo og um þær breytingar sem orðið hafa á árinu. Sambærilegar upplýsingar skulu liggja fyrir um þau samstæðutengsl sem hlutafélagið er í.

6. gr.

    Við 2. málsl. 1. mgr. 91. gr. laganna bætist: og hlutafjáreign einstakra hluthafa og atkvæðisrétt þeirra.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 153. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „(2. mgr. 70. gr.)“ kemur: samantekt um samstæðutengsl o.fl. (4. mgr. 84. gr.).
     b.      Í stað orðanna „4. mgr. 84. gr.“ kemur: 5. mgr. 84. gr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.
8. gr.

    Við 1. mgr. 39. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Gætt skal að kynjahlutföllum í stjórnum einkahlutafélaga. Í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn. Í einkahlutafélögum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal jafnframt sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins .

9. gr.

    Við 1. mgr. 41. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Gætt skal að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og skulu hlutafélagaskrá gefnar upplýsingar í tilkynningum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.

III. KAFLI
Gildistaka.
10. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Haldi hlutafélag aðalfund innan lögmæltra tímamarka árið 2009 er því þó heimilt að fresta framkvæmd ákvæða um starfandi stjórnarformann til næsta aðalfundar þar á eftir.