Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 28. maí 2009, kl. 11:40:15 (415)


137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er ekki enn þá búinn að svara því hvort það komi til greina að hans áliti að styðja mál Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Allir sem hlustuðu á málflutning hv. þingmanns geta ekki komast að annarri niðurstöðu en að hann sé efnislega alveg sammála þeim. Hv. þingmaður segir: Hættum þessu flokkakarpi. Nú eru allir óbundnir, þannig styrkjum við þingræðið. Það er mjög eðlilegt að hv. þingmaður sem og aðrir þingmenn Vinstri grænna svari því í það minnsta hvort það eigi þá við um bæði málin. Þegar vinstri grænir voru snúnir niður í Evrópusambandsmálinu, fólst þá það í því að menn væru bara bundnir við þingmál utanríkisráðherra? Hv. þingmaður verður að svara þessu. Kemur það til greina? Er hann jafnóbundinn varðandi mál Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eins og hann fer fram á að aðrir séu varðandi mál hæstv. utanríkisráðherra?