Skipun samninganefndar um ESB-aðild

Fimmtudaginn 11. júní 2009, kl. 10:54:40 (1166)


137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

skipun samninganefndar um ESB-aðild.

[10:54]
Horfa

Þór Saari (Bhr):

Frú forseti. Ég er með fyrirspurn til hæstv. utanríkisráðherra á þessa leið: Með hvaða hætti hyggst ráðherrann velja í samninganefnd Íslands um hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu með hliðsjón af því að nýjasta afrek Íslands í samningagerð á alþjóðavettvangi var hraksmánarlegt? Sendinefndin var ekki skipuð neinum sérfræðingum að málinu, hafði greinilega ekki reynslu og hefði sendinefnd nánast valin af handahófi úr símaskrá gert betur.

Í öðru lagi: Verða erlendir sérfræðingar fengnir til ráðgjafar í þessum samningaviðræðum? Við teljum sýnt að þetta verkefni sé það risavaxið að sú sérþekking sé ekki til staðar hér á landi.