Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 02. júlí 2009, kl. 13:33:39 (2414)


137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:33]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tel afar mikilvægt og brýnt að þessar ráðstafanir verði hraðvirkar. Við erum að tala um stórt og mikið mál sem þarf að ræða til hins ýtrasta. Ég vil líka geta þess að hv. þingmaður og formaður Framsóknarflokksins hefur haft sig mikið í frammi og sett fram mjög málefnaleg rök fyrir máli sínu og það er eðlilegt að hann fái líka svör við þeim fyrirspurnum sem hann mun eflaust setja fram í ræðu sinni.

Þetta snertir virðingu þingsins í svona stóru og mikilvægu máli og ég treysti frú forseta til að taka á því þannig að við frestum þingfundi um eins og 10 mínútur til að ráðherrarnir hafi tækifæri til að koma í þinghúsið. Ekki veitir þeim af að hlusta á ræður þingmanna í þessu máli. Við munum a.m.k. ekki fá svör við þeim spurningum sem fram verða lagðar frá hæstv. heilbrigðisráðherra sem hér er í húsi, það er ljóst.