Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 03. júlí 2009, kl. 13:35:18 (2617)


137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Kynningin sem við fengum var vægast sagt þunn og í raun vissi ég meira um málið en sá sem var að kynna mér það. (Gripið fram í: Ha, ha, ha! Góð!) Það var frekar pínlegt. Ég er reyndar í svo heppilegri stöðu að vera í utanríkismálanefnd. En mér fannst þetta frekar pínlegt og ég vona og ég óska þess að stjórnarliðar fari núna allir sem einn og lesi síðasta bréfið í trúnaðargögnunum, lesi síðustu tíu bréfin í það minnsta, en síðasta bréfið er okkur mjög mikilvægt að vera meðvituð um.

Mér finnst það vera heilög skylda allra hvort sem þeir hafa áhuga á þessu máli eða ekki að kynna sér þetta mál í þaula. Ég veit til þess að í gær var a.m.k. enginn stjórnarliði búinn að kynna sér möppuna þegar við vorum búin að kynna okkur hana þannig að ég bara skora á þá að gera það, gefa sér tíma í það.