Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Mánudaginn 13. júlí 2009, kl. 15:30:37 (3149)


137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

[15:30]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er nauðsynlegt að það komi fram að það var alls ekki þannig að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eða fulltrúar hans hafi sett þetta sem eitthvert skilyrði, eins og mér fannst hv. þingmaður setja það upp, það er bara langt í frá að þeir hafi gert það. Það var meira að segja undirstrikað að þeir væru ekki að setja fram neitt skilyrði í því efni þó að þeir segðu að það væri betra að búið væri að ganga frá Icesave-samningunum áður en endurskoðunin færi fram. Það er alveg ljóst.

Varðandi það hvort ég hafi kynnt mér lögfræðiálit Seðlabankans áður en samningurinn var undirritaður af samninganefndum Íslands gerði ég það ekki, ég hafði ekki kynnt mér það samkomulag eða álit lagasviðs Seðlabankans í þessu efni.