Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 23. júlí 2009, kl. 21:01:35 (3766)


137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

framhaldsskólar.

156. mál
[21:01]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýra framsögn um þetta mál og kem upp til að taka undir það. Ég býst við að framhaldsskólarnir, sem hefðu að óbreyttu átt að taka þetta gjald á sig, séu ánægðir með að heimild sé sett inn aftur í lögin til að innheimta gjald af nemendum, en það er nægilegur niðurskurður fram undan í skólunum.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um tvennt. Annars vegar um af hverju þessi þrjú ár séu látin duga, hvort talið sé að enginn frekari niðurskurður á skólahaldi verði að þeim loknum, að við verðum búin að koma okkur fyrir vind í efnahagsmálum að þremur árum liðnum eða hvort hugmyndin sé að framlengja þetta síðar meir.

En þá hins vegar um annan kostnað sem hlýst af reglugerðum sem settar verða í kjölfar nýrra laga um framhaldsskóla, sem eru kostnaðaraukandi frá því sem við höfum þekkt. Hvort eitthvað hafi verið rætt um hreinlega að fresta þeim reglum öllum um þennan sama óákveðna tíma vegna óljósrar stöðu í efnahagsmálum.