Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 22:10:42 (4338)


137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ákaflega merkilegt svar en það var ekki svar við spurningunni sem ég bar fram. (ÓÞ: Hvernig var hún?) Kannski skilur hv. ráðherra, nei, hv. þingmaður ekki spurninguna. (Gripið fram í: Þú tókst hana úr sambandi.)

Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir þingheim að hafa þennan ljósbera vonar hér í þingsalnum meðan við tölum um þetta mál, sem er fyrrverandi hæstv. bankamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson. Það væri gaman að heyra hvernig hann svaraði fyrir þessar ásakanir sem hv. þingmaður var með hér áðan þegar hún hélt því fram að (Forseti hringir.) óstjórn í eftirliti með bankastofnunum hér á landi væri frjálshyggjunni að kenna.