Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Föstudaginn 21. ágúst 2009, kl. 22:41:19 (4575)


137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Með þessari breytingartillögu voru stigin jákvæð skref. Í meðförum fjárlaganefndar, sérstaklega undir lokin, má segja í rauninni að allt bit hafi verið tekið úr þessum efnahagslegu fyrirvörum. Til að mynda höfum við talið eðlilegt að ef eftirstöðvar væru árið 2024 þá félli ríkisábyrgðin niður. Einnig voru viðmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skuldastöðu Íslands sett inn í greinargerð. Breytingartillaga okkar gengur út á að þau komi skýrt fram í frumvarpinu sjálfu til að þau hafi eitthvert gildi. Við greiðum ekki atkvæði með þessari breytingartillögu.