Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 238  —  127. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar um öryrkja.

     1.      Hver hefur verið þróun á fjölda öryrkja síðustu 10 ár?
    Taflan sýnir fjölda einstaklinga með 75% örorku- eða endurhæfingarmat 1. júlí:
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
9.725 11.120 11.907 12.564 13.476 14.340 15.057 15.636 16.135 16.635* 16.586*
(16.900) (17.600)
* Einstaklingar geta sótt um örorku tvö ár aftur í tímann. Þetta veldur því að nýjustu tölur um öryrkja eru vanáætlaðar í samanburði við eldri ár. Þegar fjöldi öryrkja (júlí 2006) var skoðaður 1. júlí 2006 var hann 14.546, en var orðinn 15.636 3. maí 2009, jókst um 1.090 einstaklinga.

    Fjöldi einstaklinga með 75% örorku- eða endurhæfingarmat 1. júlí 2009 er 16.586. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins má gera ráð fyrir því að þessi fjöldi gæti aukist um u.þ.b. 1.000 einstaklinga með afturvirkum ákvörðunum um örorkumat næstu tvö árin. Ef ráða má af reynslu undangenginna ára má því reikna með að um 17.600 einstaklingar verði skráðir með 75% örorku- eða endurhæfingarmat 1. júlí 2009 þegar öll afturvirknin hefur skilað sér.
    Búast má við að fjöldi öryrkja 1. júlí 2008 gæti aukist um u.þ.b. 300 manns af sömu ástæðu og orðið um 16.900.

     2.      Hvernig er aldurssamsetningin?
     3.      Hvernig er kynjasamsetningin?
    Taflan sýnir fjölda einstaklinga með 75% örorku- eða endurhæfingarmat eftir aldri og kyni (1. júlí 2009):

Aldur Karlar Konur
16–19 ára 170 126
20–24 ára 349 332
25–29 ára 409 562
30–34 ára 444 681
35–39 ára 475 786
40–44 ára 622 1.048
45–49 ára 785 1.246
50–54 ára 906 1.373
55–59 ára 935 1.408
60–64 ára 1.087 1.633
65–66 ára 470 739
Samtals 6.652 9.934 . 16.586