Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 38. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Nr. 1/137.

Þskj. 283  —  38. mál.


Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009.