Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 22. mars 2010, kl. 18:03:19 (0)


138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:03]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að sátt náist um þetta brýna hagsmunamál íslensku þjóðarinnar en hún mun ekki nást við það að ekkert verði gert og engu breytt. Hér er stigið lítið skref í átt til aukinnar sáttar í sjávarútvegi því að 70% þjóðarinnar eru á móti núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Það ríkir á Íslandi lýðræði, ekki LÍÚ-ræði.