Reglugerð um strandveiðar

Föstudaginn 30. apríl 2010, kl. 13:12:34 (0)


138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

reglugerð um strandveiðar.

[13:12]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi jafnframt koma hér upp og benda þingheimi á að hér er komið til atkvæðagreiðslu mál sem er þannig að skýra verður frá því eins oft og þurfa þykir og mögulegt er að hér erum við í lagasetningu sem er eins opin og hægt er. Heimildir til ráðherra til að túlka að eigin geðþótta á hverjum tíma og breyta leikreglum eftir sínu höfði eru galopnar. Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem við erum öll að lesa, var slík rammalöggjöf gagnrýnd og sagt að við ættum ekki að beita okkur fyrir henni á þinginu. Hér eigum við að setja lög með skýrar leikreglur en ekki opnar heimildir til ráðherra eða embættismanna um túlkanir á þeim hugsunum sem hér fara fram.

Eins og fram hefur komið eiga þessar veiðar að hefjast á morgun, frú forseti, og við erum að greiða atkvæði (Forseti hringir.) um eitthvað sem ekki var hægt að greina þingheimi frá í morgun en verður væntanlega birt í (Forseti hringir.) ráðuneytinu á morgun …