Áminning forseta

Þriðjudaginn 11. maí 2010, kl. 14:04:13 (0)


138. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2010.

áminning forseta.

[14:04]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil bera af mér sakir hér. Virðulegi forseti sér ástæðu til þess að áminna mig vegna orðavals í ræðu minni hér áðan. Ég vil gjarnan fá að heyra það frá virðulegum forseta hvað það er í orðavali mínu sem fer fyrir brjóstið á forsetanum. Ég tel þetta miklu frekar bera keim af því sem kom fram í umræðunni á undan að það má helst ekki ræða hér þau mál sem eru óþægileg fyrir þessa ríkisstjórn. Það er það sem mér finnst liggja í þessu. Ég óska eftir skýringum frá virðulegum forseta á þessari áminningu til mín.