Notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 11:13:14 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun.

354. mál
[11:13]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Hér erum við að samþykkja stefnumótandi ákvörðun þingsins um að ráðast í mikla mannréttindabót fyrir fólk með fötlun á Íslandi. Hún snýst um það að fatlað fólk geti hagað lífi sínu á sjálfstæðan hátt til jafns við fólk sem er ekki fatlað. Þetta eru sjálfsögð mannréttindi sem hafa verið innleidd með notendastýrðri persónulegri aðstoð í nágrannaríkjum okkar og við ætlum sem sagt að gera það hér. Ég fagna þeirri samstöðu sem náðist í félags- og tryggingamálanefnd um þetta mál og ég fagna þeirri samstöðu sem ég sé hér á atkvæðatöflunni.

Ég vil nota tækifærið og óska til hamingju þeim sem hafa barist fyrir þessum málum í grasrótarsamtökum fatlaðra á Íslandi og aðstandendum fatlaðra. Það voru þau sem opnuðu augu fjölmargra þingmanna fyrir þessu máli sem hefur leitt til þess að við höfum samþykkt þessa stefnumótandi þingsályktunartillögu núna.

Ég veit ekki hvort Gaui í MND-félaginu er á pöllunum en afgreiðsla þessa máls og samstaðan um það sýnir að þrátt fyrir ýmislegt karpið sem fer fram hér inni erum við (Forseti hringir.) þegar kemur að svona framfaramálum og mannréttindabótum öll (Forseti hringir.) á einhvern hátt Guðjón sá einn og sami bak við tjöldin.