Stjórnlagaþing

Þriðjudaginn 08. júní 2010, kl. 21:48:43 (0)


138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[21:48]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er kannski að verða eitthvert undarlegasta ástarsamband sem hefur myndast hér í þingsölum undanfarna áratugi, ég kann þó ekki þingsöguna nægilega vel, en þetta er alveg kórrétt. Ég segi núna við hv. formann allsherjarnefndar — fyrst það er svo að hæstv. forsætisráðherra er búin að segja sig frá málinu vegna þess að það var ekki hægt að skilja orð hennar öðruvísi — þá segi ég: Nú skulum við taka höndum saman í þingsalnum, löggjafinn, og mynda þá samstöðu sem við höfum öll verið að tala um og kalla eftir og vinnum verkið í sameiningu. Fyrst við Þráinn getum það þá get ég það með hv. formanni allsherjarnefndar, Róberti Marshall, enda veit ég að hann hefur efasemdir um málið.