Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 10. júní 2010, kl. 20:09:58 (0)


138. löggjafarþing — 136. fundur,  10. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[20:09]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta viðskn. (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hefði áhuga á að spyrja hv. þm. Lilju Mósesdóttur um það sem hún ræddi í lok ræðu sinnar, um aðskilnað milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka, og hvaða skoðanir þingmaðurinn hefur á því að borist hafa fréttir af því á viðskiptasíðum blaðanna að tveir fjárfestingarbankar sem hafa fyrst og fremst verið í fjárfestingarstarfsemi, MP-banki og Saga Capital, hafi samkvæmt þessum fréttum óskað eftir að fá leyfi til að taka við innlánum. Er ástæða fyrir Fjármálaeftirlitið að fara varlega í að veita það leyfi í ljósi þess að áhyggjur um slíkt hafa komið fram í vinnu viðskiptanefndar við þetta mál?