Svar við fyrirspurn, vatnalög, stjórnlagaþing

Föstudaginn 11. júní 2010, kl. 12:42:36 (0)


138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

svar við fyrirspurn.

[12:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í tilefni umræðu sem var hér áðan um vatnalög langar mig til að segja frá því að í morgun voru tillögur um frumvarp um afnám vatnalaga nr. 20/2006 teknar út úr iðnaðarnefnd í fullkominni ósátt, bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar var búið að ræða aðra hlið málsins þó nokkuð vel en það fékkst ekki að ræða hina hlið málsins. Að vísu voru þar tæknilegir örðugleikar eins og að menn gátu ekki mætt á nákvæmlega réttum tíma, en ég beini því til forseta að hún veiti hv. formanni það tiltal að taka betur tillit til annarra sjónarmiða.