138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.

672. mál
[16:44]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Úrræðinu sem kveðið er á um í þessu frumvarpi er fyrst og fremst ætlað að vera söluúrræði til að gera einstaklingum sem keypt höfðu fasteign til heimilisnota en ekki selt fyrri eign þegar efnahagshrunið varð kleift að losa sig við aðra eignina með því að ráðstafa henni til veðhafa á ætluðu markaðsvirði eignarinnar. Þetta frumvarp er fagnaðarefni fyrir margar fjölskyldur og fellur að stærra mósaíkverki ráðstafana í skuldamálum. Það skarast við þau frumvörp önnur sem við erum nú með til lokaafgreiðslu en félags- og tryggingamálanefnd ætlar sér að skoða áfram einstök atriði málsins og fylgjast náið með framkvæmd laganna.