Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 17:30:30 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[17:30]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er mjög auðvelt að hætta þrasinu. Ef hæstv. forseta finnast þessar fimm mínútur til eða frá skipta litlu máli þá óska ég eftir því að það verði látið standa sem var minn skilningur og ég skrifaði niður á þessum fundi, að það væru 25 mínútur fyrir 1. flutningsmann.