Fjárlög 2010

Fimmtudaginn 08. október 2009, kl. 14:37:11 (0)


138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[14:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni í því efni að virða skuli stöðugleikasáttmálann. Ég er einnig sammála henni í því að það þurfi að gæta að því að ekki sé verið að skattleggja sömu einstaklingana aftur og aftur bæði með óbeinum og beinum sköttum. En mér finnst mjög mikilvægt að skattkerfið og þær breytingar á skattkerfinu sem hannaðar verða muni stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu og einnig að auknum tekjum, að byrðarnar verði lagaðar á þá sem geta borið þær en minni á þá sem minna mega sín.

Nú get ég ekki sagt meira því að það er ekki búið að útfæra þessar reglur. En ég tel að það sé möguleiki að leggja auknar byrðar á þá sem betur standa í þjóðfélaginu en vitaskuld þurfum við að hlífa þeim sem verr eru staddir.