Mannabreytingar í nefndum

Þriðjudaginn 13. október 2009, kl. 13:35:22 (0)


138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

mannabreytingar í nefndum.

[13:35]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur ákveðið í samræmi við 16. gr. þingskapa að Ögmundur Jónasson taki sæti Álfheiðar Ingadóttur í efnahags- og skattanefnd, sæti Ásmundar Einars Daðasonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og sæti Atla Gíslasonar í umhverfisnefnd. Þá verður Ögmundur aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

Lilja Mósesdóttir og Þuríður Backman hverfa úr félags- og tryggingamálanefnd en í þeirra stað koma Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson hverfur úr fjárlaganefnd en Þuríður Backman kemur í hans stað.

Álfheiður Ingadóttir hverfur úr iðnaðarnefnd en Atli Gíslasonar tekur sæti hennar þar.

Árni Þór Sigurðsson hverfur úr menntamálanefnd en Lilja Mósesdóttir kemur í hans stað.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verður varamaður í utanríkismálanefnd í stað Álfheiðar Ingadóttur og Árni Þór Sigurðsson tekur sæti Álfheiðar í viðskiptanefnd.

Þá verður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs í stað Álfheiðar Ingadóttur.