138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. formanni Framsóknarflokksins, sem hér er auðvitað með allra elstu mönnum og með mikla þingreynslu, fyrir að gefa ræðu minni þá einkunn að hún sé a.m.k. sæmileg. Ég gleðst yfir því.

Það er hins vegar alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að utanríkisráðherra er ekki inni í öllum atburðum þessa máls, það er margt í þessu máli sem ég þekki ekki út í hörgul eins og þeir sérfræðingur sem hv. þingmaður hefur sér við hlið. Ég verð bara að gera þá játningu að ég man ekki alveg hver spurningin hjá hv. þm. Pétri H. Blöndal var, en við getum reynt aftur.