Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 12. nóvember 2009, kl. 11:04:08 (0)


138. löggjafarþing — 24. fundur,  12. nóv. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[11:04]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst kl. 11 og er um stöðu dreif- og fjarnáms. Hin síðari hefst kl. 13.30, að loknu matarhléi og er um fjárhagsstöðu dómstóla. Málshefjandi er hv. þm. Ólöf Nordal. Dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Nú fer fram umræða um stöðu dreif- og fjarnáms. Málshefjandi er hv. þm. Eygló Harðardóttir. Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram, eins og forseti gat um áðan, samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.