Skipulag þingstarfa

Þriðjudaginn 17. nóvember 2009, kl. 14:15:06 (0)


138. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2009.

skipulag þingstarfa.

[14:15]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Mig langar núna á annarri mínútu sem ég hef til að fjalla um þetta mál að koma með smátillögu að lausn á þessu til að hugsa uppbyggilega. Það er talað um að erfitt sé að skipuleggja fram í tímann vegna þess að við vitum ekki hversu margir vilja taka til máls og hversu lengi menn vilja tala en þá mætti kannski hugsa sér að því yrði beitt mun oftar að fresta umræðum. Þegar eitthvað er komið á dagskrá liggur á að giska fyrir hve langur mælendalistinn er. Í þágu þess að við vitum hvað er að gerast í vikunni væri hægt að fresta umræðum í fleiri tilvikum þar til síðar. Það þarf ekkert endilega að hafa þær alltaf langt fram á kvöld og klára þær. Það er vel hægt að bíða og klára að ræða mál t.d. á fimmtudegi sem er hafið á þriðjudegi.

Þetta er bara tillaga að einhvers konar lausn á þessu máli.