Ferðasjóður Íþróttasambands Íslands

Miðvikudaginn 18. nóvember 2009, kl. 15:11:50 (0)


138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

ferðasjóður Íþróttasambands Íslands.

143. mál
[15:11]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Þessi sjóður, ferðasjóður Íþróttasambands Íslands, var mikið baráttumál framsóknarmanna og sjálfstæðismanna og ekki hvað síst þingmanna í Suðurkjördæmi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Hjálmar Árnason og með honum á blaði var Guðjón Hjörleifsson sem var þá og er búsettur í Vestmannaeyjum og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ég held að það sé mjög mikið magn af prentsvertu sem hefur farið bara í blöð í Vestmannaeyjum þar sem talað hefur verið um mikilvægi þessa sjóðs. Ég vil ítreka að það skiptir geysilega miklu máli að staðið verði við þann samning sem var gerður og haldið verði áfram að byggja upp sjóðinn. Þetta gerir það að verkum að börn og ungmenni sérstaklega geta tekið þátt, virkan þátt í íþróttastarfi sama hvar þau eða foreldrar þeirra velja sér að búa. Ástæðan fyrir því að ég kom hérna upp (Forseti hringir.) var fyrst og fremst til þess að hvetja ráðherra til dáða til að halda utan um þennan sjóð, hann skiptir geysilega miklu máli.