Atvinnustefna ríkisstjórnarinnar og skattahækkanir

Þriðjudaginn 24. nóvember 2009, kl. 14:04:47 (0)


138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

atvinnustefna ríkisstjórnarinnar og skattahækkanir.

[14:04]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir háttsemina, þetta var mjög vel og snöfurmannlega gert. En hins vegar var ég ekki sammála málflutningnum og óska eftir nánari skýringu á því að þetta hafi ekki verið erfiðasta atriðið. En hvert var þá erfiðasta atriðið í þessum skattahækkunarpakka?

Þessir aðilar hafa einmitt lýst því yfir að þeir skorist ekki undan því að taka á sig auknar byrðar og taka þátt í því að endurreisa hér efnahaginn, þvert á móti. Hins vegar telja þeir ekki heiðarlegt af löggjafanum að ráðast sérstaklega að þessum framleiðslutegundum. Ég verð að taka undir það. Ég frábið mér þann málflutning að ég hafi ekki komið málefnalega að þessu máli á þingi. Við sjálfstæðismenn höfum lagt fram þingsályktunartillögu um það hvernig við viljum taka á efnahagsvandanum og ég tel einfaldlega að það væri nær fyrir hæstv. fjármálaráðherra að kynna sér þær tillögur, horfa á þær og fara eftir þeim, í stað þess að henda þeim út af borðinu bara vegna þess að þær eru bornar fram af sjálfstæðismönnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)