Skattamál, viðvera ráðherra og framhald kvöldfundar

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 20:07:28 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

skattamál, viðvera ráðherra og framhald kvöldfundar.

[20:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Mig langar að spyrja að því hvort það geti mögulega talist málþóf t.d. í mínu tilviki, frú forseti, ég er búinn að halda eina ræðu í þessu máli í 2. umr. og á eftir að halda seinni ræðu mína og hugsanlega tala einu sinni enn. Mér finnst þetta móðgun við þingið, mér finnst þetta ekki sanngjarnt af hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni að halda því fram að það sé málþóf þegar flestir þingmenn eru búnir að tala einu sinni í þessari umræðu og sumir aldrei, það er ekki einu sinni komið að því að sum okkar fari að tala í annað sinn og hvað þá þriðja sinn sem okkur er heimilt. (Gripið fram í.) Þetta er mjög sérstakt. Þetta er að sjálfsögðu flótti frá staðreyndum og þær staðreyndir eru að það er stjórnarmeirihlutinn sem ákveður að þetta mál njóti forgangs en ekki þau mál sem snerta fjárlög, heimilin, fjölskyldurnar, fyrirtækin. Það er ekki þau mál sem hann vill koma hér áfram, (Forseti hringir.) heldur þetta mál. Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans að halda þinginu hér og fjalla um málið. Það er búið að bjóða annað.