Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Fimmtudaginn 26. nóvember 2009, kl. 21:47:09 (0)


138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:47]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér er gjörsamlega misboðið með því hvernig frú forseti stýrir þessum fundi. Hér hafa þingmenn komið upp og spurt um hvenær þess megi vænta að þingfundi ljúki. Þetta eru sömu þingmenn og hafa kosið frú forseta til starfans og það er dónaskapur að svara þeim ekki. Það er dónaskapur af forseta þingsins að koma svona fram gagnvart ekki einum þingmanni eða tveimur heldur fjöldanum öllum af þingmönnum. Það er líka dónaskapur og vanvirðing við þingið að hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra láti ekki svo lítið að sitja í salnum undir þessari umræðu. (Gripið fram í.) Ég endurtek það og krefst þess að forseti þingsins kalli þessa hæstv. ráðherra til þannig að þeir sýni umræðunni þá virðingu (Forseti hringir.) að vera hér viðstaddir.