Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 14:51:34 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:51]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er klukkan tíu mínútur í þrjú og við höfum ekki fengið matarhlé. Ekki hefur verið gert hlé á fundinum svo að þingmenn geti matast. Eftir nokkrar mínútur hefst mótmælafundur á Austurvelli sem hagsmunasamtök heimilanna standa að. Mér finnst málflutningur þeirra samtaka mjög mikilvægur og merkilegur og ég vil gjarnan kynna mér hann betur.

Ég veit að hv. þingmenn hefðu mjög gott af að heyra það sem fer fram á þessum fundi. Ég óska eftir því, hæstv. forseti, að hlé verði gert á þessum fundi á meðan á mótmælafundinum stendur svo að þingmenn geti tekið þátt í honum og hlýtt á ræðumenn þar.