Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Laugardaginn 28. nóvember 2009, kl. 20:08:55 (0)


138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:08]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég ræddi um fjármálaráðherra Hollands við hv. þingmann í matarhléinu og ætlaði reyndar að fá að spyrja nánar út í það mál. Mig langaði líka aðeins að ræða um Kína vegna þess að kínverska ríkið hefur sparað gífurlega eins og hv. þingmaður benti á en almenningur í Kína er líka mjög sparsamur. Þar eru reyndar mjög margir uppteknir af peningum en þar hefur ekki tíðkast að menn taki lán fyrir neyslu sinni.

Nú hef ég ekki hugmynd um hvort ég er búin með tímann.

(Forseti (ÁRJ): Forseti bendir hv. þingmanni á að klukkan lætur ekki að stjórn en hv þingmaður á eftir tæpa mínútu.)

Tæpa mínútu, já. (Gripið fram í.) Það er spurning hvort við gerum ekki bara fundarhlé þangað til klukkan er komin í gang.

Mig langar aðeins að spyrja hv. þingmann nánar út í þetta af því að hann talaði um gildi sparnaðar fyrir samfélagið og fyrir einstaklingana. Það væri kannski spurning hvort hann teldi að það væri einhver munur á þjóðareðli okkar Íslendinga og Kínverja, þetta ólíka viðhorf til sparnaðar.