138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:34]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér er farið að líða svolítið eins og maður sé alltaf að endurtaka sig. En ég skora á forseta að leita eftir því hvort það sé möguleiki að þingflokksformenn eigi fund þannig að við getum kannski farið yfir stöðuna, og ég skora enn og aftur á stjórnarþingmenn og ráðherra að taka tilboði minni hlutans um að gera hlé á þessari dagskrá og fara í fjáraukalögin og skattamálin því að það er brýnt að þau komist til nefndar.

Þá langar mig líka enn og aftur að ítreka að það væri mjög gott að vita svona hér um bil, mér er alveg sama þó að við verðum hér til fimm í nótt en það væri bara ágætt að vita það. Því væri best ef þingflokksformenn gætu fundað til að fá einhverja niðurstöðu í þetta, þó að ég viti að þetta er ákveðið stjórntæki og allt það, og við kannski bara hættum þessu leikriti.