Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 22:27:26 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður er að vísa í plaggið mitt sem heitir „Hvað verður um skattana árið 2009?“ og hann var fullhógvær þegar hann nefndi 79 þúsund manns. Tekjuskattur ríkissjóðs af 79.041 einstaklingi fer eingöngu í það að greiða vexti af Icesave á árinu 2009. Þetta er miðað við nýjustu tölur fjárlaganefndar um fjölda greiðenda á árinu. Þetta var aldrei rætt efnislega í fjárlaganefnd og ekki í efnahags- og skattanefnd en ég mun svo sannarlega taka þetta upp í efnahags- og skattanefnd þegar kemur að því að ræða skattahækkunartillögur ríkisstjórnarinnar því við þurfum að fá það á hreint hversu mikið af þeim skattahækkunum og hversu mikið af tekjuskattinum almennt á árinu fer eingöngu í Icesave-hítina, en eins og staðan er í dag eru það allir tekjuskattar 79.041 greiðanda sem fara eingöngu í það að greiða vexti af Icesave.