Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 03. desember 2009, kl. 11:11:17 (0)


138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu til að styðja forseta í því sem hún nefndi í ræðu sinni 15. maí sl. þegar hún tók við embætti, að hún ætlaði að gera Alþingi að fjölskylduvænum vinnustað. Ég hlýt þess vegna að greiða atkvæði gegn þessari tillögu vegna þess að þau skilaboð sem við erum að senda út í þjóðfélagið núna dag eftir dag eftir dag eru þau að Alþingi sé ekki fjölskylduvænn vinnustaður og fólk með börn eigi ekki að verða þingmenn.