Ráðstafanir í skattamálum

Laugardaginn 05. desember 2009, kl. 15:06:01 (0)


138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[15:06]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Þakka þér fyrir, frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvör hans. Ég verð þó að mótmæla einu: Ég er ekki múlbundinn flokksræði er kemur að afstöðu til Icesave-samkomulagsins. Það er sannfæring mín að okkur beri að standa skil á þeim skuldbindingum sem við tókumst á hendur með innleiðingu á þessari tilskipun á tíunda áratugnum. Hjá því eigum við ekki að komast. Við þurfum að leysa þetta mál með pólitískum hætti með samningum og það hafa menn verið að reyna að gera í tólf mánuði samfleytt.

Eins og ég er nú sammála stórum hluta í því andsvari sem mér var veitt hér áðan verð ég að mótmæla því. Það er mín hjartans sannfæring að þetta sé besti fáanlegi samningur sem við höfum fyrir framan okkur og þess vegna beri að samþykkja hann áður en tjónið verður allt of mikið fyrir íslenska þjóð.