Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 08. desember 2009, kl. 14:13:50 (0)


138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:13]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Hæstv. forseti. Það hefur aðeins ein ríkisstjórn gert samninga um meintar Icesave-skuldbindingar. Það er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. (Gripið fram í.) Sá samningur var brot á Brussel-viðmiðununum, alvarlegt brot á þeim samningsviðmiðunum og því samningsumboði sem ríkisstjórnin fékk frá Alþingi. Alþingi setti svo í sumar fyrirvara og skilyrði vegna ríkisábyrgðarinnar. Ríkisstjórnin vill nú eyðileggja þetta og brjóta á bak aftur og stórskaða þannig stöðu okkar og hagsmuni Íslands. Þessi samningur er afleitur og ríkisábyrgðin er óverjandi. Ég segi því nei.