Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 13:05:01 (0)


138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hægt er að segja þrennt um þennan lið. Hann er allur á hreyfingu og hefur verið í fjárlaganefnd undanfarna daga, hann er algjörlega óútskýrður og nefndinni hafa borist misvísandi upplýsingar.

Mig langar til að ítreka það sem síðasti ræðumaður hélt fram að við erum ekki að tala um einhverjar 100 milljónir, við erum að tala um tugi og hundruð milljarða, alls kostar órætt í fjárlaganefnd.