Hótanir, Evrópusambandið og Icesave

Miðvikudaginn 16. desember 2009, kl. 14:17:48 (0)


138. löggjafarþing — 47. fundur,  16. des. 2009.

hótanir, Evrópusambandið og Icesave.

303. mál
[14:17]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vildi skjóta því inn í umræðuna að þegar hæstv. fjármálaráðherra talaði — hann getur auðvitað komið nánar inn á það sjálfur hér á eftir og þarf kannski ekki túlkaþjónustu mína eða hæstv. utanríkisráðherra til að skýra mál sitt — voru þessi ummæli um grímulausar hótanir sett í samhengi við aðra þætti sem ættu að verða til þess að við í þinginu kláruðum þetta Icesave-mál. Þannig var a.m.k. hægt að skilja hann og ég hygg að ekki hafi verið hægt að skilja hann á neinn annan hátt þannig að því sé til haga haldið.

Margt hefur komið fram í þessari umræðu, m.a. velti ég fyrir mér þeim þáttum sem snúa að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við hótununum að þessu leyti. Við þingmenn höfum haft áhyggjur af því að (Forseti hringir.) af hálfu framkvæmdarvaldsins væri ekki staðinn nægur vörður um hagsmuni okkar að þessu leyti og mér finnst (Forseti hringir.) svör hæstv. utanríkisráðherra gefa til kynna að sú tilfinning (Forseti hringir.) okkar sé rétt.