Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 22. desember 2009, kl. 10:08:44 (0)


138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:08]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að höggva að þeim sem síst skyldi í samfélaginu. Ég legg til að þingheimur blekki ekki almenning með því að gefa í skyn að hér sé ekki verið að gera það sem menn eru að gera. Það er verið að skera niður vasapeninga ellilífeyrisþega um 35 millj. kr. og við gagnrýnum harðlega þann ískulda sem streymir úr félagsmálaráðuneytinu og frá hæstv. ríkisstjórn en ég vil taka eitt fram, þetta eru slíkir smámunir að hér er aðeins um að ræða sjö klukkustunda vexti af Icesave. Við framsóknarmenn segjum nei við þessu, virðulegi forseti.