Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 22. desember 2009, kl. 10:51:28 (0)


138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:51]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hef í mörg ár verið mikill baráttumaður fyrir því að hér yrði reistur nýr Landspítali. Það þarf að endurnýja úreltan húsakost og sameina starfsemina á einn stað. Þarna eru gerðar um 15.000 skurðaðgerðir á ári. Þetta er stærsti vinnustaður landsins. Þarna fer fram alveg gríðarlega mikilvæg starfsemi. Það er búið að ákveða að áfangaskipta þessu verkefni og 1. áfangi mun líklega spara um 6% í rekstri. Það eru 2 milljarðar kr. á ári. Fyrsti áfangi mun skapa 600 störf. Nú er rétti tíminn til að fara í þessa framkvæmd, virðulegi forseti. Ég mun gera allt sem ég get til að liðka fyrir að það verði þannig og mér er mikil ánægja að því að segja já við þessari tillögu.

Ég vil sjá nýjan Landspítala rísa sem fyrst af því að það er virkilega þörf á því. Ég segi já.