Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 22. desember 2009, kl. 11:01:23 (0)


138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[11:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Með því frumvarpi sem hér er verið að samþykkja er vegið að velferðarkerfi þjóðarinnar, ekki bara er verið að fara í ónauðsynlegar tilfærslur milli ráðuneyta heldur eru líka teknir vasapeningar af öldruðum þessa lands. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. Tekjuhliðin er í miklum ólestri, það á að skerða þá tekjuliði sem standa undir velferðarkerfinu. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við lokaafgreiðslu á þessu máli. Mig langar samt að þakka meðlimum fjárlaganefndar fyrir ánægjulegt samstarf.