Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 28. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 28  —  28. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um ESB-þýðingar.

Frá Ragnheiði E. Árnadóttur.



     1.      Hvað er gert ráð fyrir að þýðingar á efni sem tengist mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á hæfi Íslands til að sækja um aðild að ESB séu umfangsmiklar?
     2.      Hve mikið mundu þessar þýðingar kosta?
     3.      Hversu tímafrekt yrði að þýða efnið?
     4.      Er framkvæmdastjórnin reiðubúin að leggja íslenskum stjórnvöldum til stuðning vegna þýðinga í tengslum við ESB-aðild?


Skriflegt svar óskast.