Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 49. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 49  —  49. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um kortlagningu vega og slóða á hálendinu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hve mikið hefur verið kortlagt af vegum og slóðum á hálendinu og hve mikið er eftir af þeirri vinnu?
     2.      Hvaða ferli tekur við þegar kortlagningu er lokið og hvað er áætlað að það taki langan tíma að skýra hvaða vegir og slóðar eiga að vera opnir og fyrir hvaða notkun?
     3.      Munu útivistarhópar sem leggja stund á ferðalög um hálendið koma að framangreindu ferli?
     4.      Telur ráðherra að eðlilegt samráð hafi verið haft við útivistarhópa í þessu sambandi?


Skriflegt svar óskast.