Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 140  —  127. mál.




Fyrirspurn


til umhverfisráðherra um styrki til framkvæmda í fráveitumálum.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög hafa fengið styrki til framkvæmda í fráveitumálum, sbr. lög nr. 53/ 1995, og hversu háir hafa þeir verið reiknað á núgildandi verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hverjar hafa verið árlegar heildargreiðslur vegna þessara styrkja, reiknað á núgildandi verðlagi?
     3.      Hversu stórum hluta af heildarraunkostnaði styrkhæfra framkvæmda nemur þessi upphæð í hverju tilviki fyrir sig?
     4.      Liggja fyrir í ráðuneytinu umsóknir frá sveitarfélögum um styrki til fráveituframkvæmda sem eru óafgreiddar eða hefur verið hafnað vegna ónógra fjárveitinga? Ef svo er, um hvaða sveitarfélög er að ræða og hver er áætlaður kostnaður við fráveituframkvæmdir á þeirra vegum?
     5.      Hefur verið gerð úttekt á því hvar fráveitumál eru enn í óviðunandi ástandi og hver kostnaður er við úrbætur? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að framhald verði á styrkveitingum til fráveituframkvæmda eða að heimilaðar verði endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna þessara framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.