Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 164  —  148. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um raforku til garðyrkjubænda.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.


     1.      Hvernig miðar áætlunum um sérstakan garðyrkjutaxta á raforku til framleiðenda grænmetis?
     2.      Stendur til að skilgreina garðyrkjubændur sem stórnotendur á raforku til að jafna stöðu þeirra á við aðra stórnotendur raforku og leiðrétta verð á raforku til þeirra?
     3.      Liggur fyrir hve háa upphæð það sparar þjóðarbúinu að framleiða allt árið grænmeti til innanlandsneyslu í stað þess að flytja það inn?