Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 153. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 169  —  153. mál.




Fyrirspurn


til efnahags- og viðskiptaráðherra um húsnæðislán.

Frá Ásbirni Óttarssyni.


     1.      Um hve háa fjárhæð voru húsnæðislán gömlu bankanna afskrifuð við kaup nýju bankanna á þeim?
     2.      Hvað má gera ráð fyrir að ríkisbankarnir og Íbúðalánasjóður gjaldfæri háar afskriftir vegna niðurfærslu húsnæðislána til einstaklinga?
     3.      Hversu háar verða beinar afskriftir annars vegar og óbeinar afskriftir hins vegar?
     4.      Hvaða reglur gilda um hámark afskrifta hjá einstaklingum og hjónum eða sambýlisfólki og hverjar verða væntanlegar viðmiðunarfjárhæðir?
     5.      Hversu háar fjárhæðir verða væntanlega færðar á biðreikning (greiðslujöfnunarreikning) og hve stór hluti þeirrar fjárhæðar afskrifaður?
     6.      Má gera ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að hækka eiginfjárframlag sitt til bankanna og Íbúðalánasjóðs vegna fyrrgreindra afskrifta og ef svo er, hve mikið?


Skriflegt svar óskast.