Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 224. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 249  —  224. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um námslán fyrir skólagjöldum í erlendum háskólum.

Frá Önnu Pálu Sverrisdóttur.



     1.      Mega íslenskir námsmenn sem stunda eða hyggja á grunn- og framhaldsnám erlendis búast við að sett verði þak eða aðrar takmarkanir á námslán til greiðslu skólagjalda erlendis, sbr. gildandi reglur LÍN þar sem segir að frá og með skólaárinu 2010–2011 verði „sjálfsfjármögnun lánþega allt að 30% af lánshæfum skólagjöldum“?
     2.      Ef svo verður, hefur ráðherra skoðun á því hvernig slíkt yrði gert? Eiga sömu reglur að gilda um grunn- og framhaldsnám og íslenska og erlenda skóla?
     3.      Hvenær mega námsmenn búast við að reglur um skólagjaldalán liggi fyrir, en nú eru umsóknarfrestir fyrir nám erlendis sumir hverjir liðnir og margir framundan?