Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 234. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 266  —  234. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um vaxtabætur.

Frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur.



     1.      Telur ráðherra ákvæði B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2009, um að lán til endurbóta á húsnæði myndi ekki stofn til greiðslu vaxtabóta nema lánið sé tekið hjá Íbúðalánasjóði, til hagsbóta fyrir fólkið í landinu?
     2.      Telur ráðherra að með þessu fyrirkomulagi ríki jafnræði á milli fjármálastofnana?