Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 534  —  74. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vitamál, nr. 132/1999.

(Eftir 2. umr., 19. des.)



1. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
    Til að standa straum af kostnaði við rekstur og framkvæmdir á vegum Siglingastofnunar Íslands skal greitt vitagjald af skipum sem sigla við Íslandsstrendur og hafa hér viðkomu. Heimilt er að færa fjármagn á milli fjárlagaára.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 7. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „78,20 kr.“ kemur: 125,12 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „3.500 kr.“ kemur: 4.900 kr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.