Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 350. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 623  —  350. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hjartasjúklinga og bráðamóttöku Landspítala.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Mun tíminn sem líður frá því að t.d. hjartasjúklingur kemur á bráðamóttöku í Fossvogi og kemst í hendur sérfræðinga við Hringbraut lengjast frá því sem er við sameiningu bráðamóttöku á einn stað?
     2.      Hvernig verður þjónustu sem veitt er t.d. á hjartadeild Landspítala háttað eftir sameiningu bráðamóttöku?


Skriflegt svar óskast.